Gamli Kaupstaður , Snæfellsbær

Tilboð


Sumarhús
110,8 m2
4 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 4
Stofur
Baðherbergi 2
Svefnherbergi
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 14.560.000 Kr.
Brunabótamat 17.700.000 Kr.
Byggingarár 1976

Lýsing


Garðatorg eignamiðlun kynnir:

 

Einstök náttúruperla á Snæfellsnesi.  (ATH að verð tekur mið af landinu, staðsetningu þess og byggingamöguleika og er því hærra en ef húsið seldist eitt og sér)

15,5 hektara land á yndislegum stað undir Snæfellsjökli.
Landinu fylgir fallegt og mikið endurnýjað 77,2 fm sumarhús ásamt 33,6 fm gestahúsi á þessum gullfallega stað á Snæfellsnesi.
Staðsetning hússins er einstök, en húsið stendur útá nesi og því fylgir mikið landssvæði.  Möguleiki á fleiri sumarhúsum (samþykkt þrjú hús á deiliskipulagi). Landið er við Búðaós. 


Nánari lýsing sumarhúss.

Sumarhúsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum og er í mjög góðu ásigkomulagi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu, annað hjónaherbergi og hitt með kojum.  Baðherbergi hefur verið endurnýjað og er vel innréttað með og sturtuklefa.  Harðparket á öllum gólfum. Eldhús, borðstofa og stofa mynda eitt og sama rýmið sem er opið og bjart.  Hvíttaður panill er á veggjum og lofti.

Sumarhúsið var endurnýjað á árunum 2009-2012
- Skipt um allt gólf + einangrun
- Allar pípulagnir 
- Allir ofnar
- Raflagnir + þriggja fasa rafmagn
- Útidyrahurðar
- Ný rotþró + skólp
- Eldhús og tæki 

Gestahús:
Hjónaherbergi, baðherbergi og opið samverurými.  Parket á gólfum.  Byggt árið 2005.

Stór pallur (ca 300 fm) umlykur húsin og er heitur pottur aðskilinn með skjólveggjum. 


Húsið er norskt og byggt árið 1976 en gestahúsið íslenskt, byggt 2005.
Eins og segir í lýsingu hefur sumarhúsið verið endurnýjað, skipt var um tvær hliðar í húsinu, öll gler, gólfefni, skólp, rotþró, 3 fasa rafmagn endurnýjað og fleira.  
Eigin vatnsveita tilheyrir eigninni.
 

Snæfellsnesið hefur uppá að bjóða einstaka náttúru hvert sem litið er, frábærar gönguleiðir hvort sem er á hrauni eða jökli.

Stutt er í sundlaug á Lýsuhóli og golfvöll í Langaholti.
Einungis 2 min gangur niður á hvíta ströndina.

Nánari upplýsingar um eignina gefa.

Sigríður Elka Guðmundsdóttir Viðskiptafræðingur og nemi til löggildingar S:863-8813 elka@gardatorg.is
Sigurður Tyrfingsson Húsasmíðameistari og löggiltur fasteignasali S: 545-0800

Kort


Sölumaður

Sigríður Elka GuðmundsdóttirSölumaður
Netfang: elka@gardatorg.is
Sími: 8638813
Senda fyrirspurn um

Gamli Kaupstaður


CAPTCHA code