Garðatorg eignamiðlun, Sölumaður Sigurður s. 8983708. Blesavellir 4 er ágætt 8 hesta hús með góða möguleika fyrir handlaginn til sölu, 6 eins hesta stíur og ein 2 hesta ( eldri reglugerð ). Hesta rýmið að innan er ágætt en annað er í döpru ástandi bæði að utan sem innan. Innra skipulag: Innkoma frá götu, kaffistofa, hlaða, snyrting, hnakkageymsla og svo hesthúsið. Á efri hæð er óinnréttað rými sem væri tilvalið sem kaffistofa. Sér gerði.Húsið að utan sem innan þarfnast talsverða endurbóta. Væntanlegum kaupanda er bent á að skoða húsið með endurbætur í huga. Húsið er laust við kaupsamning.
Sölumaður Sigurður sími 898-3708.