Laufhagi 5, 800 Selfoss
82.800.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
177 m2
82.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
80.550.000
Fasteignamat
79.350.000

Garðatorg eignamiðlun, Sigurður Tyrfingsson s. 898-3708. 
Snyrtilegt,vel skipulagt einbýlishús á einni hæð byggt úr steypu í grónu hverfi við Laufhaga 5, Selfossi.
Eignin er samtals 177,8 fm Þar af er sérstæður 45fm bílskúr.

Innra skipulag:forstofa, gestasnyrting, eldhús, borðstofa og stofa, baðherbergi, þrjú svefnherbergi,
þvottahús/geymsla, bílskúr og sérstæður geymsluskúr á lóð.
Útgengt er úr þvottahúsi á sólpall bakatil, heitur pottur ( slöngutengdur ) einnig er steyptur kaldur pottur . Sólpallur með skjólveggjum við inngang á framhlið hlið hússins.
Steypt stétt fyrir framan hús. Gróin 750 m2 lóð, stórt malar bílaplan.
Nánari lýsing:
Flísalagt anddyri. Fataskápur.
Gestasnyrting með glugga, wc og handlaug. 
Mjög rúmgott eldhús, stór innrétting, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél, helluborð og háfur.
Björt og rúmgóð stofa og borðstofa hátt til lofts.
Tvö barna svefnherbergi. Hjónaherbergi með fataskáp. Gluggar til suðurs.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað og stækkað inn í herbergi. Innrétting með handlaug, vegghengt wc, baðkar og sturta. Handklæðaofn.
þvottahús/geymsla, innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Skolvaskur. Hillur og gott gólfpláss. Útgengt í bakgarð. 
Rúmgóður bjartur 45 fm bílskúr, nýleg innkeyrsluhurð. Sér inngangur, góðir gluggar, möguleiki að útbúa íbúð.
Í bakgarði er ca 10 fm sérstæður geymsluskúr. 
Gólfefni
Flísar á gólfi anddyris, gangs, þvottahúss og baðherbergis.
Harðparket á borðstofu, stofu, og svefnherbergjum. Eldhús með vínylparketi.
Gólfhiti er í stofu, borðstofu, eldhúsi og holi. 
Byggingarár hússins er skráð 1978 en bílskúrsins 1979. 
Um er að ræða snyrtilega eign í grónu hverfi á Selfossi. Stutt í grunn- og leikskóla. 
Upplýsingar um eignina veitir: Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali s. 898-3708 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.000kr.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.




 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.