Flatahraun 1, 220 Hafnarfjörður
79.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
105 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2006
Brunabótamat
55.170.000
Fasteignamat
71.850.000
Opið hús: 24. nóvember 2024 kl. 13:00 til 13:30.

**Eignin verður sýnd sunnudaginn 24. nóvember milli kl 13-13:30**  

GARÐATORG EIGNAMIÐLUN kynnir til sölu bjarta og fallega 3 herbergja íbúð með suðursvölum og sérmerktu bílastæði í bílageymslu í snyrtilegu lyftuhúsi við Flatahraun í Hafnarfirði. Íbúðin er staðsett í 5.hæða fjölbýlishúsi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem skóla, leikskóla, íþóttastarf, matvöruverslanir og veitingastaði.

Hér er um að ræða rúmgóða og vel skipulagða íbúð með 2 svefnherbergjum, suðursvölum og bílastæði á góðum stað í lokaðri bílageymslu. Geymsla innan íbúðar er með glugga og þar er möguleiki á að bæta við litlu aukaherbegi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Íbúðin er á 2. hæð og er alls skráð 105,8 fm að stærð.

Allar upplýsingar um eignina veitir Unnur, sími: 8660507 eða [email protected]

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskápum.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í einu opnu og björtu rými og þar er gegnið út á suðursvalir. Eldhús er með fallegri  innréttingu, ofni í vinnuhæð, helluborði og háfi í hellurborði. Parket á gólfum.
Herbergi I er parketlagt með mjög góðu skápaplássi.
Herbergi II er með fataskáp og gólf er parketlagt.
Baðherbergi er með góðu skápaplássi, stór flísalögð sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og flísar á gólfi.
Þvottahús er innan íbúðar. Þar eru skolvaskur, hillur og flísar á gólfi.

Sameign hússins er snyrtileg. Lyfta er í húsinu og í kjallara er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Vel staðsett og sérmerkt bílastæði í lokuðum bílakjallara. Í bílakjallara er einnig sameignlega bílaþvottaaðstaða.

Íbúðin getur verið laus fljótlega eftir kaupsamning.

Nánari upplýsingar veita:
Unnur Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, s: 8660507 eða  [email protected]
Haraldur Björnsson, löggiltur fasteignasali, s: 7878727 eða [email protected]

Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Bjóðum upp á frítt verðmat á eignum. Hafið samband ef þið eruð í söluhugleiðingum.

GARÐATORG EIGNAMIÐLUN ER STAÐSETT Á LYNGÁSI 11 Í GARÐABÆ.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900kr.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.